ara afmæli (94)
ara afmæli (8)
ara afmæli (13)
ara afmæli ÞLD (9)
ara afmæli3 (16)-

vefpostur 1

sendokkurpost 1

leyfi

Páskaleyfi

paskar

Kæru nemendur og foreldrar

Síðasti kennsludagur fyrir páska er föstudagurinn 23. mars, en kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl samkvæmt stundarskrá.

Gleðilega páska

Lesa >>


Hver er sterkastur? 1. bekkur

Hver er sterkastur 16

Nemendur í 1. bekk hafa verið að vinna með bókina, Hver er sterkastur. Verkið er unnið í samstarfi við leikskólana, Grandaborg, Gullborg og Ægisborg. Leikskólabörnin komu í heimsókn með myndir á bakgrunn sem nemendur í 1. bekk voru búin að útbúa. Eldri börnin aðstoðuðu þau yngri við að klippa og líma. Verkið verður svo sýnt á Barnamenningarhátíð í apríl. Skoðið myndir

Lesa >>


Páskabingó

Páskabingó 2018 20

Árlegt páskabingó foreldra fór fram nú í vikunni. Mikil þátttaka var bæði kvöldin og fóru margir glaðir spilarar heim með glæsilega vinninga. Eins og allir vita eru svona kvöld ekki gerleg nema með eljusömu fólki og góðum styrktaraðilum. Foreldrafélag Grandaskóla þakkar öllum sem komu að skipulagningu framkvæmd og ekki síst styrktaraðilum sem studdu bingóið með glæsilegum vinningum.

 Skoðið myndir

Lesa >>


Þemadagar Grandaskóla 8. og 9. mars

Þemadagar Grandaskóla 8. og 9. mars

Þemadagar1 2018 11

Dagana 8. og 9. mars voru þemadagar í Grandaskóla.

Á þemadögum brjótum við upp stundaskrána og vinnum í aldursblönduðum hópum. Í ár var þemað 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Meginverkefni þemadagana var að nemendur unnu refil með atburðum úr 100 ára sögu fullveldisins. Einnig nálguðust nemendur verkefnið á marga aðra mismunandi vegu og fóru í íþróttasalinn og lærðu 100 ára gamla leiki. Refillinn verður fljótlega settur upp í álmu 200 til sýnis. 

Skoðið myndir frá þemadögunum.

Lesa >>


Stóra upplestrarkeppnin 2018

Stóra upplestrarkeppnin 2018

 

Stóra upplestrarkeppnin 2018 28

Í dag voru úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í austurbæ haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sigurvegari var fulltrúi Grandaskóla Ugla Ósk Bæhrenz. Annað sætið fékk Melaskóli og það þriðja Landakotsskóli. Við óskum Uglu til hamingju með sigurinn.

Skoðið myndir

Lesa >>

Skoða fréttasafn

menntastefna

Heimasíða Reykjavíkur

          is round  en round pol round

Foreldravefur

foreldravefur