ara afmæli2016 (51)
ara afmæli OH (35)
ara afmæli2 (1)
ara afmæli (26)
ara afmæli (22)
vefpostur 1

sendokkurpost 1

leyfi

Gleðilegt sumar

sumar2016
Skrifstofa skólans verður lokuð í sumar en opnar aftur eftir sumarfrí mánudaginn 8. ágúst.

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst og skóli hefst skv. stundaskrá 23. ágúst.

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á netið

Innkaupalistar næsta skólaár eru tilbúnir, þá er einnig að finna á Grandaskóla appinu

Lesa >>


Miðvikudaginn 8. júní voru skólaslit í Grandaskóla.

Miðvikudaginn 8. júní voru skólaslit í Grandaskóla.

 utskrift2016

Í hádeginu var útskrift nemenda í 7. bekk. Í þetta sinn var 31 nemandi sem lauk námi í Grandaskóla úr 7.bekk. Flutt var kveðja umsjónarkennara, fulltrúar nemenda og kennara fluttu tónlistaratriði og lásu upp minningar sínar undir yfirskriftinni  „Árin mín í Grandskóla“. Þá ávarpaði skólastjóri nemendur og foreldra. Að lokum fengu nemendur vitnisburð sinn.

Myndir frá útskrift

Nemendur 1. – 6. bekkja fengu afhentan vitnisburð sinn í stofum.

Skoðið myndir frá skólaslitum

Starfsfólk Grandaskóla óskar öllum nemendum og foreldrum gleðilegs sumars.

Lesa >>


Skólaslit 8. júní

islfaninn


Nemendur mæta á sal sem hér segir :

1.- 3. bekkur     kl. 9:00
4. - 6. bekkur    kl. 10:00
Stutt kveðjustund verður á sal og vitnisburður verður síðan afhentur í stofum hjá umsjónarkennurum.
Foreldrar velkomnir !  

Athugið að Frístundaheimili Reykjavíkur eru lokuð þennan dag.
   
7. bekkur kl. 12:00

Athöfn á sal, tónlist og upplestur. Vitnisburður afhentur.
Foreldrar eru hvattir til að mæta.

 

Þriðjudaginn 7. júní er kennsla til hádegis

Lesa >>


7. bekkur – útskriftarferð.

7. bekkur – útskriftarferð.

 Utskriftarferð 1

7. bekkur fór í útskriftarferð mánudaginn 7. júní í blíðskaparveðri. 

Farið var í skógræktina á Akranesi, upp í Akranesvita og endað í „bubblu bolta“ í Egilshöll.

Hér eru myndir úr ferðinni.

Lesa >>


Þemadagar Grandaskóla 2016 voru 1. og 2. júní.

Þemadagar Grandaskóla 2016 voru 1. og 2. júní.

fjara1

Ein af hefðum Grandaskóla eru þemadagar að vori. Sem fyrr var hefðbundin dagskrá með smá breytingum og nýjungum, en megin markmið þemadaganna er að nemendur kynnist strandlengjunni í hverfinu okkar frá Ægissíðu út í Gróttu og frá Gróttu út á Granda og niður á höfn. Skoðið myndir

1. og 2. bekkur fór í Ægisíðufjöru og fjöru við Eiðisgranda
3. bekkur fór í Bakkagarð á Seltjarnarnesi og í fjöru við Sörlaskjól, 
4. bekkur var við Bakkatjörn og í hjólatúr á Seltjarnarnesi, 
5. bekkur var í Gróttufjöru og við dælustöð Eiðsgranda, 
6. bekkur fór á Sjóminjasafnið Víkina og hjólaferð í Nauthólsvík, 
7. bekkur fór á Hvalasafnið og Skólaskipið Sæbjörg var skoðað.

Skoðið myndir; 1.bekkur, 2. bekkur, 3.bekkur, 4.bekkur, 5.bekkur, 6.bekkur, 7. bekkur

Sjá myndband Eldgos í fjörunni

Lesa >>

Skoða fréttasafn

logo-VGE-stondum_saman

Heimasíða Reykjavíkur

          is round  en round pol round

Foreldravefur 220x85