Bokalaus dagur (9)
Bokalausi dagurinn (17)
Bokalausi dagurinn (28)
Bokalaus dagur (6)
Bokalausi dagurinn (22)
vefpostur 1

sendokkurpost 1

leyfi

30 ára afmæli Grandaskóla 26. maí

30 ára afmæli Grandaskóla 26. maí

afmaeli
Fimmtudaginn 26. maí 2016 höldum við uppá 30 ára afmæli Grandaskóla. Þann dag förum við í skrúðgöngu um hverfið fyrir hádegið og grillum síðan pylsur áður en nemendur fara heim um kl. 12:00. Þeir sem eru skráðir í Undraland eða Frostheima þennan dag fara beint í gæslu eftir mat.

Klukkan 16:10 hefst svo afmælishátíð skólans og foreldrafélagsins með opnunaratriði frá Sirkus Íslands í portinu v/Frostaskjól. Í framhaldi af því verða ýmsar uppákomur og sýningar innanhúss og í kennslustofum og á göngum verða ýmis nemendaverk til sýnis. Myndir og myndbönd úr sögu skólans verða einnig til sýnis víðsvegar um húsið. Foreldrafélagið sér um veitingatjald á meðan á hátíðinni stendur, þar verða kaffi, Svali og meðlæti í boði.

Um kl. 18:00 verður dansað í portinu og í lok dagskrár stígur Foreldrabandið á stokk og flytur nokkur lög. Áætluð lok hátíðarinnar eru um kl. 18:30.

Sjá dagskrá

Lesa >>


7. bekkur í fjöruferð

7. bekkur í fjöruferð

Nemendur í 7. bekk skruppu í fjöruna á dögunum og sóttu nokkur dýr í sjóbúrið okkar.    Munið að kíkja á það á afmælishátíðinni. Skoðið myndir

Fjoruferd 13

Lesa >>


Fuglar

Fuglar

Fuglar

Þróun rannsóknarmiðaðs og þverfaglegs námsefnis í náttúrufræði og raungreinum.

Grandaskóli hefur fengið Erasmus+ styrk til  þriggja ára til að vinna að  námsefnisgerð í náttúrufræði.  Um er að ræða samstarfsverkefni sex Evrópulanda en því er stýrt frá Ungverjalandi.  Önnur samstarfslönd  eru, Rúmenía, Pólland, Þýskaland og Spánn. 

Viðfangsefnið sem lagt er til grundvallar lýtur að fuglaskoðun og rannsóknum á fuglum í sínu náttúrulega umhverfi.  

Kennslufræðilegur grunnur verkefnisins byggir á  rannsóknarvinnu með nemendahópum  í ólíku náttúrulegu og menningarlegu umhverfi og fjölbreyttri úrvinnslu gagna.  

Þó megináhersla sé lögð á fuglaskoðun og náttúrufræði er gert ráð fyrir að námsefnið tengist einnig markmiðum margra annarra námsgreina.  Rannsóknir nemenda og úrvinnsla, fjölbreyttar kennsluaðferðir og samskipti milli nemenda þátttökulandanna samþættir verkefnið námi í  landafræði, eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði , upplýsinga og tæknimennt,  listgreinum og tungumálum auk náttúrufræðinnar.  Í verkefninu er mikil áhersla lögð á útikennslu í náttúrunni og því er ætlað að efla umhverfisvitund nemenda og félagslega færni, virðingu fyrir  umhverfinu og  sjálfbærni.    Nemendur þjálfast í að beita vísindalegum rannsóknaraðferðum  um leið og þeir fræðast um og upplifa náttúruna. Mikilvægt markmið þessa verkefnis er einnig að hafa jákvæð áhrif á viðhorf nemenda til náttúrugreina auk þess að efla þekkingu  þeirra og færni.  

Sjá nánar

Samstarfsskólar

Lesa >>


Úrslit spurningarkeppninar 12/5/2016

Úrslit spurningarkeppninar 12/5/2016

Þann 12. maí fóru fram úrslit í spurningakeppni Grandaskóla. 12 lið skipuð nemendum úr 5. -7. bekk hófu keppni. Til úrslita kepptu lið úr 6. bekk og 7. bekk. Keppnin var mjög spennandi og skildu aðeins tvö stig liðin að. Sigurliðið var lið 7. bekkjar og í liðinu voru Freyja Guðnadóttir, Vilhelm Mikael Vestmann og Kristján Dagur Egilsson. Þess ber að geta að þetta er sama lið og vann í fyrra fyrir hönd 6. bekkjar. Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum öllum keppendum fyrir góða keppi. Skoðið myndir

Lesa >>


13. og 17. maí. Námsmatsdagur og starfsdagur

Föstudaginn 13. maí er námsmatsdagur. Þann dag mæta nemendur samkvæmt stundatöflu og ljúka skóla með hádegismat. Skólinn brúar bil þar til Undraland/Frostheimar taka við sínu fólki.

Þriðjudaginn 17. maí er starfsdagur án nemenda.

Lesa >>

Skoða fréttasafn

logo-VGE-stondum_saman

Heimasíða Reykjavíkur

          is round  en round pol round

Foreldravefur 220x85